Episodes

Thursday Oct 23, 2025
Thursday Oct 23, 2025
Halli Karfa og Sá Slæmi mættu í Myntkaup Arena seint á miðvikudegi til að rýna í fjórðu umferðina sem hefst í kvöld í deild þeirra bestu. Leikmannalistar voru áberandi um þá sem hafa staðið sig vel, MVP race Íslenskra og erlendra leikmanna voru rædd sem og bestu nýju kaupin eins og þau líta við okkur í dag.

Thursday Oct 16, 2025
Thursday Oct 16, 2025
Manni Vill Grindjáni og GB Jr. Álftnesingur mættu í Myntkaup Arena og spáðu í spilin fyrir þriðju umferð Bónus deildarinnar.
Stórleikur umferðarinnar er viðureign þar sem lið þeirra beggja einmitt mætast, tvö af fjórum taplausu liðum deildarinnar.

Thursday Oct 09, 2025
Thursday Oct 09, 2025
Þáttur 9 beint frá Myntkaup Arena. Gestir þáttarins eru Sá Slæmi og Gunnar Bjartur sem fékk boðsmiða eftir stórsigur Álftnesinga í fyrstu umferð.
Overreaction eftir fyrstu umferð Bónusdeildar, spáin fyrir 1.deildina opinberuð, margir erlendir leikmenn voru sendir heim strax og svo var að sjálfsögðu spáð í 2.umferð.
ATH aðeins hálftími af þættinum endaði á youtube í mynd í þetta skiptið en það eru gæði.

Thursday Oct 02, 2025
Thursday Oct 02, 2025
Stóri upphitunar þátturinn, sérfræðingar skiluðu spám. Farið er yfir Stjörnuna, geta þeir unnið þetta aftur? SÁP, Hraunar og Tommi Steindórs mættu í Myntkaup Arena miðvikudagskvöldið 1.október og spáðu í tímabilið sem hefst Í DAG.

Friday Sep 26, 2025
Friday Sep 26, 2025
Næstsíðasti upphitunarþáttur Run and Gun, sá sjöundi. Suðurnes, Falur Harðarson og Ármann Vilbergs köfuðu í Keflavík, Njarðvík og Grindavík í rúmar 90 mínútur í Myntkaup Arena.

Thursday Sep 18, 2025
Thursday Sep 18, 2025
Steinar "Sá Slæmi" besti vinur Valsara mætti ásamt tveimur ástríðufullum ÍR-ingum, Bóbó Dan og Elvari Guðmunds í Myntkaup Arena. Umræðuefni dagsins voru tvö Reykjavíkurlið, ÍR og Valur.

Wednesday Sep 10, 2025
Wednesday Sep 10, 2025
Tveir harðir Álftnesingar komu í fimmta þáttinn í Myntkaup Arena og fóru yfir allt sem viðkemur liðinu sem fer nú inn í sitt þriðja tímabil í deild þeirra bestu.
Gestir þáttarins eru Brjánsi sem vill bara vera titlaður Álftnesingur og Fannar Ingi sem fólk kannast einnig við sem söngvara hljómsveitarinnar Hipsumhaps.

Sunday Sep 07, 2025
Sunday Sep 07, 2025
Geta nýliðarnir haldið sér uppi? Haddi Bryll og Hraunar Karl mættu í fjórða þátt Run and Gun og ræddu möguleika Ármenninga og ÍA. Einnig var lið Þórs Þorlákshafnar krufið en þeir enduðu pikkfastir í 10.sæti í fyrra.

Monday Sep 01, 2025
Monday Sep 01, 2025
Heill þáttur tileinkaður KR. Böddi fyrrum formaður og Auðunn Örn Gylfason mættu og rýndu í komandi tímabil með Brynjari Þór sem var á línunni frá Danmörku.

Monday Aug 25, 2025
Monday Aug 25, 2025
Við rýnum í fyrsta liðið í Bónus deildinni fyrir komandi tímabil. Til umræðu er Tindastóll og Tindastóll einungis. Gestir eru Hugi og Halldór Halldórssynir.


