Run and Gun with Mate Dalmay

Umræðuþáttur í umsjón Mate Dalmay um íslenskan körfubolta þar sem slegið er á létta strengi en farið í dýptina.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Tuesday Dec 23, 2025

Það var fjölmennt í sófunum undir Myntkaup merkinu á jóla sunnudegi.
Veitt voru mid season verðlaun í efstu tveimur deildum í 100 mismunandi flokkum.
Áhorfendur og hlustendur eru hvattir til að fylgja Runandgunmd á Instagram en þar verða öll spjöldin úr þættinum birt.

Thursday Dec 18, 2025

Það var meira slúðrað en yfirleitt í Myntkaup Aréna á þessum miðvikudegi, enda gestir þáttarins í jólastuði. Fundnar voru lausnir fyrir Álftnesinga við öll þeirra vandamál, Fyrsta Deildin var Power Rönkuð og spáð í síðustu umferðina fyrir hið illa jólafrí.
 

Thursday Dec 11, 2025

Tvær umferð eru fram að jólafríinu langa sem sumir hata. Gestir þáttarins fóru aðeins yfir síðustu umferð og spáðu vel í leikina sem framundan eru.
Þá var "You go airport" listi Run and Gun uppfærður.

Thursday Dec 04, 2025

Sá Slæmi og Manni Vill, Mosfellingur í fótbolta, mættu í Myntkaup Aréna og settu saman sín sterkustu lið eftir ákveðnum reglum. Kani+2x evrópumenn+2xÍslendingar+sjötti maður úr fyrstu deild. Farið var yfir komandi umferð og þjálfarar sendir til Tenerife, reknir.

Friday Nov 28, 2025

Pása í deild þeirra bestu er í pásu og eftir úrvalsdeildarhjal var fyrsta deildin tekin fyrir. Tómas Steindórsson og Hraunar Karl aka Fuglinn mættu í Myntkaup Aréna að þessu sinni á fimmtudegi.

Thursday Nov 20, 2025

Spáð var í 8.umferð Bónus deildarinnar með Seinari Arons og Gunnar Bjarti. Power Rankið var uppfært og nokkur stór mál rædd.

Thursday Nov 13, 2025

Tveir mestu körfubolta spekingar landsins mættu í Myntkaup Arena og spáðu í sjöundu umferð Bónus deildarinnar. Stonyknows fór vandamál hvers liðs í deildinni. ATH fyrsta mínúta þáttarins er í ruglinu.

Thursday Nov 06, 2025

Tveir með jákvætt sigurhlutfall mættu í Myntkaup Arena á miðvikudagskvöldi, Gunnar Bjartur Álftanes prins og Bóbó Dan Breiðhyltingur ársins 2013. Farið var yfir öll liðin í Bónus deild karla, hvaða beytingar hafa verið á liðunum frá því í lok sumars og hvaða breytingar er hægt og ætti að gera.
Að sjálfsögðu spáðum við svo í sjöttu umferð sem hefst í kvöld.

Thursday Oct 30, 2025

Um tveggja tíma þáttur í boði Myntkaups og félaga okkar hjá Körfufréttum þetta miðvikudagskvöldið. Tommi Steindórs mætti ásamt Manna Vill en Grindjánar eru einir taplausir á toppi deildarinnar. Við power rönkuðum 1.deildina, hent var í gestina hot takes og margt fleira en þó ekkert létt hjal.

Version: 20241125