Episodes

4 days ago

Tuesday Dec 23, 2025
Tuesday Dec 23, 2025
Það var fjölmennt í sófunum undir Myntkaup merkinu á jóla sunnudegi.
Veitt voru mid season verðlaun í efstu tveimur deildum í 100 mismunandi flokkum.
Áhorfendur og hlustendur eru hvattir til að fylgja Runandgunmd á Instagram en þar verða öll spjöldin úr þættinum birt.

Thursday Dec 18, 2025
Thursday Dec 18, 2025
Það var meira slúðrað en yfirleitt í Myntkaup Aréna á þessum miðvikudegi, enda gestir þáttarins í jólastuði. Fundnar voru lausnir fyrir Álftnesinga við öll þeirra vandamál, Fyrsta Deildin var Power Rönkuð og spáð í síðustu umferðina fyrir hið illa jólafrí.

Thursday Dec 11, 2025
Thursday Dec 11, 2025
Tvær umferð eru fram að jólafríinu langa sem sumir hata. Gestir þáttarins fóru aðeins yfir síðustu umferð og spáðu vel í leikina sem framundan eru.
Þá var "You go airport" listi Run and Gun uppfærður.

Thursday Dec 04, 2025
Thursday Dec 04, 2025
Sá Slæmi og Manni Vill, Mosfellingur í fótbolta, mættu í Myntkaup Aréna og settu saman sín sterkustu lið eftir ákveðnum reglum. Kani+2x evrópumenn+2xÍslendingar+sjötti maður úr fyrstu deild. Farið var yfir komandi umferð og þjálfarar sendir til Tenerife, reknir.

Friday Nov 28, 2025
Friday Nov 28, 2025
Pása í deild þeirra bestu er í pásu og eftir úrvalsdeildarhjal var fyrsta deildin tekin fyrir. Tómas Steindórsson og Hraunar Karl aka Fuglinn mættu í Myntkaup Aréna að þessu sinni á fimmtudegi.

Thursday Nov 20, 2025
Thursday Nov 20, 2025
Spáð var í 8.umferð Bónus deildarinnar með Seinari Arons og Gunnar Bjarti. Power Rankið var uppfært og nokkur stór mál rædd.

Thursday Nov 13, 2025
Thursday Nov 13, 2025
Tveir mestu körfubolta spekingar landsins mættu í Myntkaup Arena og spáðu í sjöundu umferð Bónus deildarinnar. Stonyknows fór vandamál hvers liðs í deildinni. ATH fyrsta mínúta þáttarins er í ruglinu.

Thursday Nov 06, 2025
Thursday Nov 06, 2025
Tveir með jákvætt sigurhlutfall mættu í Myntkaup Arena á miðvikudagskvöldi, Gunnar Bjartur Álftanes prins og Bóbó Dan Breiðhyltingur ársins 2013. Farið var yfir öll liðin í Bónus deild karla, hvaða beytingar hafa verið á liðunum frá því í lok sumars og hvaða breytingar er hægt og ætti að gera.
Að sjálfsögðu spáðum við svo í sjöttu umferð sem hefst í kvöld.

Thursday Oct 30, 2025
Thursday Oct 30, 2025
Um tveggja tíma þáttur í boði Myntkaups og félaga okkar hjá Körfufréttum þetta miðvikudagskvöldið. Tommi Steindórs mætti ásamt Manna Vill en Grindjánar eru einir taplausir á toppi deildarinnar. Við power rönkuðum 1.deildina, hent var í gestina hot takes og margt fleira en þó ekkert létt hjal.


